Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að hann sé ekki að leitast eftir því að fá inn nýja leikmenn í janúar.
Arsenal er í toppbaráttunni á Englandi og telja margir að liðið þurfi á auka breidd að halda til að halda í við önnur lið.
Enska stórliðið hefur spilað ansi vel í vetur en næsti leikur liðsins er gegn Liverpool þann 7. janúar.
Það er þó ekki útlit fyrir að Arsenal muni styrkja sig í janúar en Arteta er ánægður með þann hóp sem hann vinnur með í dag.
,,Það eina sem ég vil eru leikmennirnir sem hafa komið okkur svona langt á tímabilinu og ég vil halda áfram að vinna með þeim. Það er það eina,“ sagði Arteta.