fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Bjössi í World Class stórhuga: „Fólk gæti jafnvel róið til okkar á kajak“ – Opnar nýja stöð í Garðabæ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 09:00

Björn og Hafdís ásamt börnum þeirra, Birni Boða og Birgittu Líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leifsson, oftast kallaður Bjössi í World Class, er stórhuga þegar kemur að áætlunum um nýja líkamsræktarstöð sem stendur til að opna þar sem veitingastaðurinn Sjáland var áður til húsa í Garðabænum.

Greint var frá því skömmu fyrir jól að World Class hefði fengið samþykkt kauptilboð í fasteignina með fyrirvara um að byggingarleyfi fengist til að stækka hana umtalsvert.

Húsnæðið sem um ræðir er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem leigði veitingareksturinn til Gourmet ehf., sem var í eigu Stefáns Magnússonar sem kom einnig að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Gourmet ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun október og var veitingastaðnum lokað 2. október.

Bjössi ræðir áætlanir sínar í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hann segir að stefnt sé að því að stækka húsið svo það rúmi líkamsræktarstöð í hæsta gæðaflokki. Áfram verði rekinn veitingastaður í húsinu og starfsemin víkkuð út.

Björn segir að austan megin við húsið vilji World Class reisa viðbyggingu með 450 fermetra gólffleti, 150 fermetra „infrared“ hóptímasal og búningsklefa í kjallara en tækjasal á jarðhæð.

„Í norðaustur-endanum sjáum við fyrir okkur heitan pott og gufuklefa með útsýni yfir voginn og þá munum við freista þess að fá leyfi til að gera göng undir göngustíginn sem tengja myndi búningsklefana við heitan pott sem yrði á flotbryggju. Myndi sá pottur vera öllum opinn, jafnt viðskiptavinum líkamsræktarstöðvarinnar sem útivistarfólki sem sækir þetta svæði – fólk gæti jafnvel róið til okkar á kajak,“ segir Bjössi við Morgunblaðið.

Björn segir að World Class eigi í viðræðum við veitingamenn sem gætu hugsað sér að koma að verkefninu. Hugsar hann að veitingastarfsemin yrði í nokkuð óbreyttri mynd.

Björn segir að verkefnið muni kosta um 1,2 til 1,3 milljarða og gætu framkvæmdir hafist í febrúar á næsta ári, jafnvel fyrr ef allir leggjast á eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“