fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Nýjar vendingar í máli flugs MH-370 – Sjómaður stígur fram og skýrir frá því sem hann sá

Pressan
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 04:38

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er ekki vitað með vissu hver örlög flugs MH-370 urðu en flugvélin hvarf árið 2014. Um borð voru 239 manns. Vitað er að flugvélin hrapaði í sjóinn en lítið annað er vitað um þetta dularfulla mál sem er ein stærsta ráðgáta flugsögunnar.

Frekar hljótt hefur verið um málið að undanförnu enda hefur engin formleg leit að flakinu átt sér stað síðustu árin. En nú ber svo við að ný tíðindi eru af málinu.

Að minnsta kosti ef trúa má Kit Olver, 77 ára sjómanni, sem ræddi nýlega við The Sydney Morning Herald og skýrði frá því sem hann fann sex mánuðum eftir að vélin hvarf.

„Þetta var helvíti stór vængur af stórri flugvél. Ég hef efast um sjálfan mig og leitað að leið út úr þessu. Ég vildi óska að ég hefði aldrei séð hann en þarna var hann. Þetta var stór vængur,“ sagði hann og bætti við að eftir margra ára vangaveltur hafi hann ákveðið að stíga fram og segja sögu sína.

The Sydney Morning Herald er með tölvupóst undir höndum sem Olver sendi í nóvember 2017.  Í þessum tölvupósti skýrir hann yfirvöldum frá því sem hann fann.

Í tölvupóstinum kemur fram að hann hafi fundið vænginn 55 kílómetra vestan við bæinn Robe á suðurströnd Ástralíu. Það var einmitt þessi staðsetning sem er sögð hafa gert að verkum að yfirvöld trúðu ekki því sem Olver sagði.

Ástæðan er að Robe er svo langt austan við það svæði þar sem hin opinbera leit að flaki vélarinnar fór fram. Leitarsvæðið náði yfir 120.000 ferkílómetra í suðurhluta Indlandshafs. Af þessum sökum töldu yfirvöld það ekki þess virði að taka frásögn Olver trúanlega.

Áhafnarmeðlimur á bát Olver staðfesti sögu hans í samtali við The Sydney Morning Herald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður