Þingmaðurinn og formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, er ekki ánægð með Kryddsíldina á Stöð 2, sem hún segir mismuna Íslendingum eftir efnahags.
Hún skrifar á Facebook:
„Ég hef gert athugasemd við það að Kryddsíld sé ekki í opinni dagskrá. Alltaf sama sagan, mismunað eftir efnahag.“
Sjálf mætti Inga í Kryddsíldina, en virðist þó ekki á eitt sátt um að þátturinn yrði aðeins sýndur áskrifendum Stöðvar 2 sem og þeim sem sérstaklega keyptu sér aðgang að útsendingunni.
Hún skrifar í athugasemd við færslu sína að hún muni alltaf mæta þegar henni er boðið í pólitískar umræður sem þessar, en þó væri eðlilegt að allir landsmenn fengju að horfa „þrátt fyrir að hann sé ekkert spes“.
Þeir sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 gátu keypt sér aðgang að kryddsíldinni fyrir 1490 krónur