Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að Liverpool hafi spilað betur en hans menn á þessu tímabili.
Liverpool er á toppi deildarinnar og er tveimur stigum á undan Englandsmeisturunum sem sitja í þriðja sæti.
Guardiola veit að Man City er ekki að spila eins vel og í fyrra en liðið hefur tapað þremur leikjum gegn aðeins einum tapleik hjá Liverpool.
,,Þetta er hörku barátta – við erum ekki á toppi deildarinnar og Liverpool hefur spilað betur en við,“ sagði Guardiola.
,,Við höfum glímt við mörg meiðsli og önnur vandamál. Við erum vanir því að vinna titla og ég myndi segja að við séum í baráttunni.“
,,Það verður ekki eins mikið álag á okkur í janúar og það var í nóvember og desember og við undirbúum okkur fyrir það sem kemur næst.“