Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur ekki mikinn áhuga á því að fá inn nýja leikmenn í janúarglugganum.
Chelsea hefur eytt nánast milljarð punda í nýja leikmenn á stuttum tíma en hefur þó glímt við töluverð meiðsli í vetur.
Það er ekki undir Pochettino komið hvort samið verði við nýja leikmenn en hann er sjálfur sáttur með þann hóp sem hann vinnur með í dag.
Gengi Chelsea hefur verið ansi slæmt í vetur en liðið vann þó Luton í gær 3-2 og fagnaði dýrmætum þremur stigum.
,,Persónulega þá er ég ekki að hugsa um að ná í leikmenn í glugganum en það er eitthvað sem við þurfum að ræða við eigendur félagsins,“ sagði Poch.
,,Við munum ræða saman en það mikilvægasta er að gera það besta með þeim hóp sem við erum með, við höfum glímt við mörg meiðsli.“