fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hvetur fólk til að beita edrúfólk ekki hópþrýstingi og smánun – „Hva´ er kjellingin á snúrunni?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 31. desember 2023 20:30

Ragga Nagli. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, einnig kölluð Ragga nagli, hvetur fólk til að leggja ekki stein í götu þeirra sem vilja halda sér þurrum um áramótin. Frekar ætti að hrósa, hvetja og bjóða upp á óáfengar veigar.

„Ef þínar tær kreppast og efri vörin krullast þegar einhver er ekki með gin í annarri og tónik í hinni þá er líklega tímabært að þú skoðir þína eigin afstöðu til áfengisdrykkju,“ segir Ragnhildur í færslu á samfélagsmiðlum. „Ein besta ákvörðun sem Naglinn hefur tekið var árið 2012 að hætta að drekka áfengi því það einfaldlega passaði ekki inn í lífsstílinn.“

Lúftgítar og trúnó

Þrátt fyrir að vera edrú segist hún í banastuði þegar hún fer á djammið. Missi sig yfir Bubba og Egó, geri lúftgítar og lúfttrommur, dansar uppi á borðum, fer á trúnó inni á klósetti og haldi spontant ræður.

„En Naglinn púllar Houdini og lætur sig yfirleitt hverfa úr partýum uppúr klukkan eitt,“ segir hún. Góður vinur sagði eitt sinn: „Eftir eitt, gerist ekki neitt“. Allavega ekki neitt sem er mannbætandi eða uppbyggilegt“

Flestir virða ákvörðunina

Hún segir flesta virða þessa ákvörðun og ekki reyna að beita hópþrýstingi. Einstaka geri það þó ekki.

„Kommonn maður…einn sjúss drepur nú engan.“ „Hva´ er kjellingin á snúrunni?“ „Æi… það er skemmtilegra ef allir eru að drekka“ eru frasar sem eru til þess fallnir að valda hópþrýstingi og smánun þeirra sem ekki drekka áfengi.

„Líf án áfengis er sparnaður bæði í andlegum og materíalískum skilningi. Sparnaður á hitaeiningum. Sparnaður á peningum. Sparnaður á kvíða. Sparnaður á móral. Sparnaður á samviskubiti…. Djammviskubiti. Sparnaður á timburmönnum. Líf án áfengis er gróði í öllum skilningi,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“