Arsenal er nokkuð óvænt tilbúið að lána varnarmanninn Takehiro Tomiyasu í janúar samkvæmt ítalska miðlinum II Matino.
Tomiyasu er alls ekki fyrsti maður á blað undir Mikel Arteta en getur leyst nokkrar stöður og er góður upp á breiddina.
Ítalski miðillinn segir að Napoli hafi verið í viðræðum við Arsenal um að fá Japanann á láni út tímabilið.
Það er eitthvað sem Arsenal er tilbúið að gera en nýr leikmaður gæti því verið á leið til félagsins í janúar.
Tomiyasu þekkir vel til Ítalíu en hann lék með Bologna áður en hann krotaði undir hjá enska félaginu.