Eric Bailly var ekki lengi að finna sér nýtt félag en hann hefur gert samning við Villarreal á Spáni.
Þessar fréttir koma aðeins tveimur dögum eftir að Bailly rifti samningi sínum við Besiktas í Tyrklandi.
Bailly heillaði engan sem leikmaður Besiktas og var það sameiginleg ákvörðun að rifta samningi leikmannsins.
Bailly er 29 ára gamall og lék áður með Manchester United en hann spilaði fyrir Villarreal tímabilið 2014/2015 og stóð sig mjög vel.
Varnarmaðurinn gerir eins árs samning við Villarreal og gæti verið notanlegur á þriðjudag gegn Valencia.