fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Stjórnarsamstarf sem byggir á vináttu en ekki stefnumálum er svik við kjósendur

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 31. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekkert standa í vegi fyrir því að Miðflokkurinn geti starfað með Framsóknarflokknum í ríkisstjórn. Hann gefur lítið fyrir að enginn annar stjórnarmyndunarmöguleiki hafi verið til staðar þegar þessi ríkisstjórn var mynduð og bendir á að þar gekk Sjálfstæðisflokkurinn til samstarfs við tvo flokksformenn sem tiltölulega skömmu áður hefðu reynt að koma fyrrverandi formanni flokksins í steininn. Hann segir það svik við kjósendur þegar ríkisstjórnarsamstarf er byggt á vináttu flokksformanna en ekki því að hrinda stefnumálum í framkvæmd. Sigmundur Davíð er gestur Ólafs Arnarsonar í áramótaþætti hlaðvarps Eyjunnar.

Eyjan - Sigmundur Davíð - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Sigmundur Davíð - 4.mp4

Nú er talað um, náttúrlega, Miðflokkurinn er stofnaður upp úr útgöngu þinni úr Framsóknarflokknum. Það er talað um að það ríki mikil tortryggni milli þín og núverandi formanns og jafnvel forystu Framsóknarflokksins. Ríkir það mikil tortryggni milli ykkar að það komi í veg fyrir samstarf í ríkisstjórn?

Nei, nei, og hefði svo sem ekki gert 2017 heldur. Ég er nú búinn að gera mikið grín að sjálfstæðismönnunum þegar þeir töldu að það væri engin önnur ríkisstjórn í spilunum heldur en þessi af því að við gætum ekki unnið með Framsóknarflokknum. Ég bendi nú á að þeir mynduðu þarna ríkisstjórn með tveimur flokksformönnum sem voru tiltölulega nýlega búnir að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins í steininn,“ segir Sigmundur Davíð og heldur áfram:

Svo bara eru kosningar og menn fara að líta praktískt á þetta og þannig verður maður að nálgast samstarf í stjórnmálum. Samstarf í pólitík, ríkisstjórnarmyndun, á ekki að snúast um það hverjir eru bestu vinirnir. Það er að mínu mati í rauninni svik við kjósendur ef þú ferð að líta á ríkisstjórn sem einhvern vinaklúbb.“

Það eru margir sem segja að þessi ríkisstjórn sé mynduð dálítið á þeim forsendum að það ríki vinátta og trúnaður milli Katrínar og Bjarna Benediktssonar, sem virðist nú reyndar eitthvað farin að súrna ef marka má samskiptin í tengslum við atkvæðagreiðsluna hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi Hamas og það.

Já, já, það er bara enn eitt dæmið um hvað þessi mjólk er að verða súr. En, akkúrat þetta sem þú nefnir, ríkisstjórnin hangir saman á því að þeim komi vel saman þessum þremur. Það er í rauninni svik við kjósendur. Ef þú ert í ríkisstjórn og útdeilir ráðherrastólum bara af því að þig langar að vera með vinum þínum í þessu frekar en að þú sért í þessu til að gera eitthvað af því sem þú lofaðir þá eru það svik við kjósendur, það þýðir að lýðræðið er ekki að virka. Þá hættir að skipta máli hvað þú kýst vegna þess að vinaklíkan, hún ætlar bara að fá að vera saman áfram og leggur meiri áherslu á það heldur en að standa við kosningaloforðin,“ segir Sigmundur Davíð.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Það er ekkert endilega betra að menn séu vinir í ríkisstjórn. Menn eiga ekki að vera óvinir. Stjórnmálamenn eru allir meira og minna, held ég, vanir því að þurfa að nálgast hlutina á praktískan hátt og okkur lendir nú oft saman í þinginu í ræðustól eða í viðtölum o.s.frv. Svo þurfa menn bara að mæta saman á nefndarfundi og leiða mál til lykta eða bara inni á kaffistofu og fá sér saman kaffibolla,“ segir hann.

Ég vonast til að það verði breyting á hvað næstu ríkisstjórn varðar, að hún verði pólitísk ríkisstjórn með stefnu og af flokkarnir sem hana mynda, hverjir sem það nú verða, séu komnir í stjórn til þess að standa við það sem þeir lofa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla
Hide picture