Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark fyrir lið Burnley í dag sem veitti Aston Villa góða samkeppni í ensku úrvalsdeildinni.
Landsliðsmaðurinn lagði upp mark á Lyle Foster sem jafnaði metin í 2-2 á 71. mínútu fyrir gestina.
Burnley spilaði manni færri frá 56. mínútu eftir rautt spjald Sander Berge og tryggði Douglas Luiz Villa sigur á lokamínútunum.
Manchester City vann 2-0 heimasigur á Sheffield United þar sem Rodri og Julian Alvarez komust á blað.
Hér má sjá öll úrslitin í leikjunum sem voru að klárast.
Aston Villa 3 – 2 Burnley
1-0 Leon Bailey (’28 )
1-1 Zeki Amdouni (’30 )
2-1 Moussa Diaby (’42 )
2-2 Lyle Foster (’71 )
3-2 Douglas Luiz (’90)
Manchester City 2 – 0 Sheffield United
1-0 Rodri (’14 )
2-0 Julian Alvarez (’61 )
Crystal Palace 3 – 1 Brentford
0-1 Keane Lewis-Potter (‘2 )
1-1 Michael Olise (’14 )
2-1 Eberechi Eze (’39 )
3-1 Michael Olise (’58 )
Wolves 3 – 0 Everton
1-0 Max Kilman (’25 )
2-0 Matheus Cunha (’53 )
3-0 Craig Dawson (’61 )