Tom Brady, einn af eigendum Birmingham á Englandi, ku vera að íhuga það að reka goðsögnina Wayne Rooney úr starfi.
Frá þessu greina enskir miðlar en Rooney tók aðeins við Birmingham fyrr á þessari leiktíð.
Birmingham var mun ofar í töflunni er Rooney tók við en situr nú í 20. sæti og er sjö stigum frá fallsæti.
Það var ákvörðun Brady sem er goðsögn í bandarískum fótbolta að ráða inn Rooney sem var áður þjálfari Derby og DC United.
Gengið hefur verið afar slæmt undir stjórn Rooney en liðið hefur unnið tvo af síðustu 14 leikjum sínum.