Besiktas í Tyrklandi hefur ákveðið að losa sig við varnarmanninn Eric Bailly sem gekk í raðir félagsins fyrir aðeins fjórum mánuðum.
Besiktas var alls ekki hrifið af frammistöðu Bailly og ákvað að rifta samningi varnarmannsins sem samþykkti riftunina.
Bailly er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United en hann gekk í raðir Besiktas á frjálsri sölu í sumar.
Bailly spilaði aðeins fimm deildarleiki fyrir Besiktas en lék alls 70 deildarleiki fyrir Man Utd frá 2016 til 2023.
Möguleiki er á að Bailly sé á leið aftur til Spánaren hann vakti athygli með Villarreal tímabilið 2015-2016.