fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: Kæmi ekki á óvart þótt Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu ríkisstjórn og settu Evrópumálin á dagskrá

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 30. desember 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ef menn séu að velta fyrir sér umsókn um aðild að ESB sé fyrsta skrefið að þjóðin greiði atkvæði um það hvort hún vilji ganga inn. Hann telur ekki að það sé forgangsmál á meðan allt sé í rjúkandi rúst hér á landi. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera orðinn eins og Samfylkingin og á allt eins von á að þessir tveir flokkar myndi saman ríkisstjórn fái þeir fylgi til þess. Hann telur líklegt að slík ríkisstjórn myndi setja Evrópumálin á dagskrá. Sigmundur Davíð er gestur Ólafs Arnarsonar í áramótaþætti hlaðvarps Eyjunnar.

Eyjan - Sigmundur Davíð - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Sigmundur Davíð - 3.mp4

Ég er nú, bæði í alvöru og gríni, farinn að spá því að ef þessir flokkar fá fylgi til þá getum við horft fram á nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar …“

Það yrði nú erfitt fyrir nýjan formann Samfylkingar að flytja það mál gagnvart sínu fólki …

Já, já, en hún gæti fóðrað það einhvern veginn – bara endurtekið það gamla; nú þurfi stöðugleikstjórn og við þurfum að ná saman um mikilvæg úrlausnarefni eins og orkuna og eitt og annað. Kristrún tók stjórnarskrána og Evrópumálin og faldi einhvern veginn inni í skáp og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn alltaf meira og meira Samfylkingarlegur. Það er nú langt síðan ég byrjaði að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn eins og Samfylkingin var svona sirka  2007 en nú er hann að verða bara eins og Samfylkingin 2023,“ segir Sigmundur Davíð.

Hann segir að jafnvel í stórum álitaefnum eins og útlendingamálunum hafi Sjálfstæðisflokkurinn komið með ályktun á flokksráðsfundi sem hafi eiginlega verið opnari og frjálslyndari en það sem kom frá Samfylkingunni sem fundaði um sömu helgi, meira að segja orðalagið hafi verið það sama. „Það var nú einhver hópur þarna í Sjálfstæðisflokknum sem fékk samþykktar einhverjar breytingar á þessu. Þá var látið kjósa aftur og allt fært í fyrra horf, þ.e. að textinn frá Valhöll skyldi gilda, eða eins og það var rökstutt: „Hitt myndi líta svo illa út fyrir okkur.“ Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn, eins og Samfylkingin, er kominn alla leið í ímyndarpólitíkina og slíkir flokkar gætu eflaust unnið saman. Hvernig myndu þeir leysa Evrópumálin? Ja, við sjáum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn …“

Þarf eitthvað að leysa í því ef þessir flokkar mynda ríkisstjórn vegna þess að Evrópumálin eru ekkert í forgrunni hjá Samfylkingunni?

Nei, en samt ímynda ég mér nú að þrátt fyrir að flokkurinn vilji ekki leggja áherslu á þau í umræðunni núna muni hann, ef hann kemst í ríkisstjórn, vilja setja það á dagskrá. Og þá höfum við eitthvað svona kjósum um framhaldið, eitthvað slíkt, kjósum um hvort við eigum að sækja um – ég gæti alveg trúað að Sjálfstæðisflokkurinn léti hafa sig í það enda er hann búinn að vera að innleiða hérna Evrópumálin á færibandi, orðinn dyggasti talsmaður nýju refsiskattanna sem Evrópusambandið er að leggja á okkur og hika ekki við að samþykkja eins og þessa flugskatta fyrir það að fá tveggja til þriggja ára aðlögunarfrest. Segja þeir ekki bara það sama í Evrópumálunum; við þurfum bara aðlögun.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

En, svo við víkjum talinu að Miðflokknum, yrði það alger frágangspunktur fyrir Miðflokkinn að fara inn í ríkisstjórnarsamstarf þar sem það yrði hluti af stjórnarsáttmála að leyfa þjóðinni að segja sitt um það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort það ætti að endurnýja umsókn eða sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Í fyrsta lagi þá finnst mér það þurfa að vera fyrsta skrefið, ef menn eru að spá í aðild að Evrópusambandinu, að þjóðin greiði atkvæði um það hvort hún vilji ganga inn. Þá þurfa menn auðvitað að gera sér grein fyrir því hvað í því felst. En það mun leiða til mikillar baráttu í samfélaginu í eitt eða eitt og hálft ár eða hver sem aðdragandinn verður. Mér finnst ég ekki skynja það að, eins og þú aðeins vékst að áðan, að þetta sé talið af almenningi það aðkallandi mál núna að við eigum að steypa okkur í slíkan slag á meðan allt hitt er nánast í rjúkandi rúst,“ segir Sigmundur Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
Hide picture