Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem erlendis.
Rætt var um Bestu deild karla og hvað er hægt að gera til að auka áhugann á deildinni. Kristján Óli benti á að mögulega væri sniðugt að láta þjálfarana sitja saman á fréttamannafundi eftir leik
„Þar er það þannig í Svíþjóð eftir leik, þá sitja þjálfarar saman á blaðamannafundi. Af hverju gerum við ekkert svona? Besta deildin er með menn á launum allt árið, notið peningana í promota deildina,“ segir Kristján og tók dæmi sem hann var ósáttur með.
„Það var sett inn í apríl eftir fyrstu leikina, smá content þar. Svo dó þetta bara þangað til í lok móts, dæmið þegar Halldór dettur á Kópavogsvelli. Notið svona augnablik til að búa til hype.
Í stað þess að hugsa um rassgatið á sjálfum ykkur.“
Hörður segir að hægt sé að gera hlutina miklu betur til að auka áhuga. „Við getum gert helling til að fá þjálfara saman á fundi, að dómarar drullist til að mæta í leiki. Þetta er búið að vera eins umfjöllun í mörg ár.“
Umræðan um þetta er í spilaranum.