Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Nokkur verðlaun voru veitt en Augnablik ársins var valið, það var að mati dómnefndar þegar Gylfi Þór Sigurðsson bætti markametið fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu.
Eftir tvö virkilega erfið ár í lífi Gylfa snéri hann aftur í landsliðið og það með stæla. „Við ákváðum að fara í þegar Gylfi sig bætti markametið,“ sagði Helgi Fannar.
„Mér fannst þetta ekki jafn stórt af því að þetta var gegn Liechtenstein,“ sagði Hrafnkell Freyr sem vildi frekar velja fimmta leikinn í körfunni þegar Tindastóll van Val í karlaflokki.
Hörður Snævar var harður að því að þetta væri augnablikið. „Þarna er bara besti landsliðsmaður frá upphafi að mæta eftir tvö ár í helvíti. Setur tvö mörk þarna,“ segir Hörður.
Hrafnkell tók þá aftur til máls. „Það kom smá kökkur í hálsinn,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan um þetta hér að neðan.