Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Rætt var um fall ÍBV úr Bestu deild karla en liðið fann aldrei taktinn þrátt fyrir að hafa tjaldað miklu til.
„Það verður þyngra og þyngra eftir því sem líður frá mótinu, ég hitti góðan mann um daginn sem sagði mér að líklega hefði ÍBV liðið verið það fjórða dýrasta í deildinni í sumar,“ sagði Hörður Snævar.
Hrafnkell taldi Eyjamenn vera á góðri leið en eitthvað hafi klikkað. „Ég gæti vel trúað því. Tímabilið á undan var gott, Hemmi var með eitthvað plan. Það fellur allt um sjálft sig, fara í skítareddingar um mót. Það er lélegt hjá ÍBV að klúðra þessu, því þetta leit vel út fyrir mót
Eyjamenn voru öflugir fyrir mót og segir Kristján Óli þetta ekki óalgengt. „Ég hef verið í liði sem tapaði varla leik á undirbúningstímabilinu, ég er mikill vinur Vestmannaeyja og það er sorglegt að þeir séu komnir niður. Íþróttabærinn Vestmannaeyjar, handboltinn er búinn að taka yfir. Ef það gengur illa þá nennir enginn að mæta á völlinn eins og við sjáum í fótboltanum.“
Umræðan um þetta er í spilaranum.