Stuðningsmenn Manchester United rákust á Jadon Sancho á dögunum en hann hefur nær ekkert sést opinberlega frá því hann var útskúfaður úr aðalliðinu snemma á leiktíðinni.
Sancho á í stríði við Erik ten Hag, stjóra United, og fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.
Hann er því á förum en hann hefur til að mynda verið orðaður við sitt gamla félag, Dortmund, en þaðan keypti United hann á 73 milljónir punda sumarið 2021. Einnig er hann orðaður við Tyrkland og Sádi-Arabíu.
Það sem er nokkuð ljóst er að Sancho er á förum en hann gaf sér tíma fyrir stuðningsmenn á dögunum, eins og má sjá hér að neðan.
@marcinjerzak12 Always nice and friendly and to change a few words with us today👊👌😊😉 @Sancho #sanchofootball_ #jadonsancho #jadon #jadonsancho25 #jadonsanchoedit #premierleaguefootball #tiktok #manchesterunited #manunitedfc #manunitedfans #manunitedcontent #tik_tok #borrusiadortmund #borrusia #footballtiktok #unitednations ♬ dźwięk oryginalny – Gocha_1983WARSZAWA;)