Barcelona hefur sent útsendara á síðustu þrjá leiki Mason Greenwood. The Sun fjallar um málið.
Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United og hefur heillað þar. Er hann kominn með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fimmtán leikjum. Hefur Englendingurinn ungi um leið vakið athygli stærri félaga á Spáni.
Barcelona og Real Madrid eru þar á meðal en United ætlar ekki að spila honum aftur og vill því selja hann næsta sumar.
Samkvæmt The Sun halda fulltrúar Börsunga því fram að Greenwood sé sniðinn fyrir liðið og virðast líkurnar á að hann fari á Nou Camp aukast.
Í byrjun þessa árs voru mál gegn Greenwood látin niður falla en hann var sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni – og nú barnsmóður – Harriet Robson. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitni dró sig til hlés.