fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sjáðu fyrstu myndirnar af frjálsri Gypsy Rose eftir 8 ára afplánun fyrir morðið á móður sinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2023 09:29

Gypsy Rose Blanchard er nú frjáls kona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gypsy Rose Blanchard varð frjáls kona í gær eftir að hafa afplánað átta ár af tíu ára dómi sínum.

Hún var dæmd fyrir morðið á móður sinni, Dee Dee Blanchard, árið 2016. Gypsy þurfti að þola margra ára ofbeldi af hendi móður sinnar sem glímdi við sjúkdóminn Munchausen by proxy, sem gerði það að verkum að hún beitti hinum ýmsu brögðum til að sannfæra umheiminn, sem og dóttur sína, um að Gypsy Rose væri langveik.

Sjá einnig: Fullorðin, brátt frjáls og sér eftir því að hafa myrt móður sína – „Hún átti þetta ekki skilið“

Gypsy, sem er í dag 32 ára, var klædd í gallabuxur og bláan og hvítan bol í gær. Eiginmaður hennar, Ryan Scott Anderson, tók á móti henni í Cadillac bifreið og voru þau mynduð yfirgefa fangelsið og vakti athygli að Gypsy var skólaus, þau fóru síðan að kaupa skó, bæði strigaskó og hælaskó, fyrir hana.

Gypsy kynntist Ryan þegar hún var í fangelsi og þau gengu í það heilaga í ágúst 2022. Hann er sex árum eldri.

Nicholas Godejohn var kærasti Gypsy þegar þau lögðu á ráðin um að myrða móður hennar. Hann myrti hana á meðan hún faldi sig inni á baðherbergi og hélt fyrir eyrun. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi og situr enn inni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?