Hún var dæmd fyrir morðið á móður sinni, Dee Dee Blanchard, árið 2016. Gypsy þurfti að þola margra ára ofbeldi af hendi móður sinnar sem glímdi við sjúkdóminn Munchausen by proxy, sem gerði það að verkum að hún beitti hinum ýmsu brögðum til að sannfæra umheiminn, sem og dóttur sína, um að Gypsy Rose væri langveik.
Sjá einnig: Fullorðin, brátt frjáls og sér eftir því að hafa myrt móður sína – „Hún átti þetta ekki skilið“
Gypsy, sem er í dag 32 ára, var klædd í gallabuxur og bláan og hvítan bol í gær. Eiginmaður hennar, Ryan Scott Anderson, tók á móti henni í Cadillac bifreið og voru þau mynduð yfirgefa fangelsið og vakti athygli að Gypsy var skólaus, þau fóru síðan að kaupa skó, bæði strigaskó og hælaskó, fyrir hana.
Gypsy Rose Blanchard was seen leaving the prison. pic.twitter.com/ZvLWkYThKU
— 21 (@21metgala) December 28, 2023
Gypsy Rose is now free and alI I want for her is to live a nice happy life & to not be bothered pic.twitter.com/e6X5zcVR3i
— NATE (@NATERERUN) December 28, 2023
Gypsy kynntist Ryan þegar hún var í fangelsi og þau gengu í það heilaga í ágúst 2022. Hann er sex árum eldri.
Nicholas Godejohn var kærasti Gypsy þegar þau lögðu á ráðin um að myrða móður hennar. Hann myrti hana á meðan hún faldi sig inni á baðherbergi og hélt fyrir eyrun. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi og situr enn inni.
Gypsy Rose Blanchard has been released from prison.
May God be with her and protect her.
🙏🙏🙏 pic.twitter.com/9CYxCTWckk— Red Pill Crusade 🇺🇸 (@RedPill_Crusade) December 29, 2023
gypsy rose doing shopping with her husband #GypsyRose #gypsy #GypsyRoseBlanchard pic.twitter.com/d3ItI6gZUf
— its.am1nee (@its_am1nee) December 28, 2023