Það kom ekkert annað til greina en að vængmaðurinn Noni Madueke myndi taka vítaspyrnu Chelsea gegn Crystal Palace í vikunni.
Madueke segir sjálfur frá þessu en hann fiskaði spyrnuna undir lok leiks og skoraði úr henni til að tryggja 2-1 sigur.
Það kom mörgum á óvart er Madueke steig á punktinn en Conor Gallagher, fyrirliði Chelsea, ætlaði upphaflega að taka spyrnuna.
,,Ég var alltaf að fara að taka þetta víti, ég trúi á mína eigin hæfileika og hæfni á vítapunktinum,“ sagði Madueke.
,,Ég sagði Conor að hafa engar áhyggjur, að ég myndi skora. Ég var búinn að skora fyrr á þessu tímabili gegn AFC Wimbledon.“
,,Um leið og ég sá að vítaspyrnan væri dæmd þá efaðist ég aldrei um að ég myndi taka þessa spyrnu.“