fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun leiddi til þess að ráðgátan leystist

Pressan
Föstudaginn 29. desember 2023 06:30

Logan Bowman. Mynd:The Carroll County Sheriff’s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Carroll County í Virginíu í Bandaríkjunum gerði á síðasta ári óhugnanlega uppgötvun í skógi einum. Þar fundust jarðneskar leifar barns.

Í síðustu viku tilkynnti lögreglan síðan að búið sé að bera kennsl á líkamsleifarnar með því að nota allra nýjustu DNA-tækni.

Reyndust líkamsleifarnar vera af Logan Bowman sem hvarf fyrir rúmum 20 árum. Hann var þá fimm ára.

Lögreglan fékk einkafyrirtækið Othram, sem sérhæfir sig í réttarmeinafræðilegum ættrannsóknum, til að aðstoða sig við lausn málsins. Tóks sérfræðingum fyrirtækisins að skapa fullkominn „DNA-prófíl“. Á grundvelli hans var hægt að bera DNA úr Logan saman við DNA úr ættingjum hans og þannig staðfesta að líkamsleifarnar væru af honum.

Þær fundust í ruslatunnu. Þar var einnig svefnpoki, Bangsímonteppi og efnisbútur. Þetta hafði verið lengi í ruslatunnunni að sögn lögreglunnar.

Móðir Logan, Cynthia Davis, og þáverandi unnusti hennar, Dennis Schermerhorn, voru handtekin skömmu eftir hvarf Logan árið 2003.

Cynthia játaði að farið illa með Logan og að hafa orðið honum að bana. Hún var dæmd í 50 ára fangelsi.

Dennis var dæmdur í eins árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum