fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Var dáin í 40 mínútur – Skýrir frá upplifun sinni

Pressan
Föstudaginn 29. desember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2021 fékk Kirsty Bortoft, þá 49 ára, hjartaáfall á heimili sínu í Yorkshire á Englandi. Hún var „dáin“ í 40 mínútur. Hún skýrði nýlega frá því hvað hún sá á meðan læknar reyndu að endurlífga hana.

Kirsty, sem er þriggja barna móðir, hafði eldað pítsu fyrir börnin sín þennan örlagaríka dag og beið spennt eftir að fara á stefnumót um kvöldið með unnusta sínum. Unnustinn, Stu, kom síðan að henni meðvitundarlausri seinnipart dags.

Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og hófust strax handa við að reyna að endurlífga hana en allt kom fyrir ekkert og hún var dáin í 40 mínútur.

The Sun segir að Stu hafi síðar sagt henni að húð hennar hafi verið með „undarlega“ sexhyrnda bletti. Hann hófst strax handa við endurlífgun og hélt því áfram þar til fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Á leiðinni á sjúkrahúsið sögðu sjúkraflutningsmenn að það væru aðeins sex prósent líkur á að hún myndi lifa af. Eftir komuna á sjúkrahúsið var henni haldið sofandi og ættingjum hennar var sagt að „búast við hinu versta“.

Á meðan hún var lífvana gerðist svolítið „töfrum líkt“ áður en hún var endurlífguð að hennar sögn.

„Á þessum tímapunkti vissi enginn hvað var að gerast nema nánasta fjölskylda mín en skyggn vinkona mín setti sig í samband við systur mína og spurði hvað væri í gangi. Hún sagði að sál mín væri í húsinu hennar og ég væri að biðja hana um að skrifa lista fyrir syni mína og föður.“

„Systir mín sagði henni að ég væri að berjast fyrir lífi mínu á sjúkrahúsi og hefði verið þar í rúmlega tvær klukkustundir. Ég sagði vinkonu minni að líkami minn væri að gefa eftir og að ég teldi að ég gæti ekki komist aftur inn í hann en hún varð þá ákveðin við mig og sagði mér að fara aftur í hann. Á meðan, á sjúkrahúsinu, var fjölskyldu minni sagt að búa sig undir endalokin.“

„Ég man að þegar ég kom loksins aftur í líkama minn, þá vissi ég nákvæmlega hvað ég þurfti að lækna, eins og ég hefði hlaðið niður upplýsingum. Ég áttaði mig á að maður deyr ekki, það er bara líkaminn sem heldur för sinni áfram, og að verkefni mínu hér væri ekki lokið. Án myrkurs, veistu ekki hvað birta er og ég tel að við séum hér til að vakna, vaxa og stilla okkur af,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi