Arsenal getur komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætir West Ham á heimavelli í kvöld.
Arsenal er tveimur stigum á eftir Liverpool fyrir leikinn í kvöld og er þetta leikur sem liðið á til góða.
West Ham hefur verið á fínu róli undanfarið og er í sjöunda sæti og getur komist upp fyrir Manchester United með sigri.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Odegaard, Rice, Trossard; Saka, Gabriel Jesus, Martinelli
West Ham: Areola; Coufal, Mavropanos, Ogbonna, Emerson; Soucek, Edson Alvarez; Kudus, Ward-Prowse, Paqueta; Bowen