Það er hörkuleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er flautað er til leiks á Amex vellinum klukkan 18:30.
Brighton tekur þá á móti Tottenham í grannaslag en um er að ræða tvö lið sem spila ansi skemmtilegan fótbolta.
Brighton hefur þó verið í töluverðri lægð undanfarið og er með einn sigur í fimm leikjum á meðan Tottenham hefur unnið þrjá í röð.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Brighton: Steele; Hinshelwood, van Hecke, Dunk, Igor Julio; Gilmour, Milner; Buonanotte, Groß, Welbeck; João Pedro.
Tottenham: Vicario; Porro, Udogie, Davies, Emerson Royal; Sarr, Højbjerg; Johnson, Kulusevski, Son; Richarlison.