fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sigurgeir réttlætir brottrekstur skipstjóranna – Segir þá hafa vanrækt skyldur sínar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir tvo skipstjórnarmenn á skipinu Huginn VE-55 hafa vanrækt skyldur sínar þegar akkeri féll frá borði og olli skemmdum á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Atvikið átti sér stað 17. nóvember síðastliðinn og vakti mikla athygli enda var í kjölfar óhappsins stórhætta á því að heitavatnlaust yrði í Vestmannaeyjum. Mönnunum tveimur sem báru ábyrgð á skipinu og fóru báðir með ábyrgð skipstjóra var sagt upp störfum vegna óhappsins.

Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi hefur lýst yfir vanþóknun sinni á starfslokum mannanna. Sú ályktun varð Sigurgeiri, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, tilefni til að birta yfirlýsingu í vefmiðlinum Tígli. Þar segir hann gögn sýna að mennirnir hafi brugðist skyldum sínum. Sigurgeir skrifar:

  1. Skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr öryggismyndavélum leiddi í ljós að öryggisloki (keðjustoppari) akkeris Hugins, sem kemur í veg fyrir að akkeri falli ef bremsa á spili er losuð, hafði verið opinn í sex vikur áður en óhappið varð í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 17. nóvember 2023.
  2. Spil og öryggisloki/keðjustoppari hafa verið prófuð eftir atvikið. Reyndist hvoru tveggja í fullkomnu lagi og héldu akkeri á sínum stað. Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð skipstjóra hverju sinni.
  3. Í ljós hefur komið að um var að ræða annað skiptið á tveimur árum þar sem akkeri tapaðist af Hugin. Á því atviki hafa hvorki fengist skýringar né hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við, til að mynda með reglulegu eftirliti til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtæki sig.
  4. Sjópróf vegna atviksins eru ákveðin 30. janúar 2024. Sjópróf eru skýrslutökur fyrir dómi til að varpa ljósi á aðdraganda og afleiðinga atviksins sem tjónþolar hafa óskað eftir. Sjópróf koma því ekki til álita þegar fjallað er um afleiðingar á borð við þær hvort menn haldi störfum sínum eða ekki.

Sigurgeir segir ennfremur:

„Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst. Því var ekki annað verjandi en að gera starfslokasamninga þá. Við það mat stend ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“