fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Þekktur leikari ákærður fyrir fíkniefnabrot

Pressan
Fimmtudaginn 28. desember 2023 16:30

Kannabisplöntur í rætkun. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að þekktur sænskur leikari hafi verið ákærður fyrir fíkniefnabrot. Þeir geta hins vegar ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum.

Í umfjöllun Aftonbladet  kemur fram að leikarinn hafi verið staddur á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi, í október síðastliðnum, og verið á leiðinni til Amsterdam þegar hann var handtekinn en hann reyndist vera með kannabis í bakpokanum sínum.

Leikarinn hefur nú verið ákærður fyrir minniháttar fíkiniefnabrot en hann var með 2,43 grömm af kannabis í bakpokanum.

Hann viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa verið með fíkniefni á sér en segist ekki vita hvernig kannabisið endaði í bakpokanum hans. Hann segist hafa lánað vinum sínum bakpokann en kveðst ekki muna hvaða vinir það voru.

Leikarinn segist ekki nota kannabis eða önnur ólögleg fíkniefni.

Aftonbladet segir að leikarinn hafi átt blómlegan feril og hafi leikið í mörgum þekktum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það kemur ekki fram hvort leikarinn hafi starfað mikið erlendis.

Minniháttar fíkniefnamálum eins og þessum, í Svíþjóð, er mögulegt að ljúka án réttarhalda ef viðkomandi játar brot sitt. Geri sá ákærði það fær hann annaðhvort sekt eða skilorðsbundinn dóm.

Samkvæmt upplýsingum Aftonbladet hefur leikarinn tjáð yfirvöldum að hann muni samþykkja þá refsingu sem hann fær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði