Árið 2023 er gert upp í áramótaþætti Íþróttavikunnar. Kemur þátturinn út í kvöld.
Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mæta sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum verða veitt hin ýmsu verðlaun og þá er farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.
Óhætt er að lofa veislu. Þátturinn kemur út klukkan 19 á DV/433, Hringbraut.is og á Sjónvarp Símans App/VOD. Einnig kemur hann út í hlaðvarpsformi á helstu veitur.