fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Landris heldur áfram: Eldgos getur hafist við Grindavík með stuttum fyrirvara

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 12:31

Það verður sennilega ekki langt þangað til það byrjar að gjósa aftur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris heldur áfram við Svartsengi og samkvæmt hættumatskorti Veðurstofu Íslands er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum og sprunguhreyfingum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Hættumatskort Veðurstofunnar gildir til klukkan 18 þann 29. desember.

Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara og dvelja heima hjá sér þar til breytingar á hættumatskorti gefa tilefnis til annars, sem gæti gerst með skömmum fyrirvara.

Í tilkynningunni er sérstaklega ítrekað að:

„Eldgos getur hafist nágrenni Grindavíkur með stuttum fyrirvara. Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði. Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð.

Viðbragð björgunarsveita er áfram skert. Engin björgunarsveit verður í Grindavík. Kallið eftir aðstoð með því að hringja í 112.“

Þá segir að hefjist eldgos í eða við Grindavík verða send út sms-skilaboð á GSM-síma inn á svæðinu með þessum texta: RÝMING RÝMING! Yfirgefið svæðið hratt og örugglega, hringið í 112 ef ykkur vantar aðstoð. RÝMING RÝMING ……. EVACUATE! Leave the area quickly and safely, call 112 if you need help.

Lögregla sinnir eftirliti í og við Grindavík eins og verið hefur allan sólarhringinn.

Liðsmenn björgunarsveitarinnar í Grindavík eru dreifðir um landið og ekki til staðar í bænum. Þá er bent á að mögulegar flóttaleiðir eru um Nesveg, Suðurstrandarveg og Grindavíkurveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Moyes aftur til Everton
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Opna heimili sitt fyrir þeim sem þurftu að flýja gróðureldana

Opna heimili sitt fyrir þeim sem þurftu að flýja gróðureldana
Fréttir
Í gær

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur: Hefði mikil áhrif á Íslandi ef Bandaríkin beita hervaldi á Grænlandi – Myndu taka yfir hafnir og flugvelli

Baldur: Hefði mikil áhrif á Íslandi ef Bandaríkin beita hervaldi á Grænlandi – Myndu taka yfir hafnir og flugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“

Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“