fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Lögreglan kannast ekkert við lýsingar Þórunnar og Brian

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta fjölmiðla af lýsingu Þórunnar Helgadóttur og stjúpsonar hennar Brian á samskiptum hans við lögregluna síðdegis á aðfangadag. Þau halda því fram að Brian hafi verið handtekinn fyrir litlar sem engar sakir en ástæðan sem gefin hafi verið upp sé sú að Brian hafi ekki haft nein skilríki á sér. Þórunn greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni og sagði blasa við að Brian, sem er 28 ára gamall og frá Kenía, hafi verið handtekinn vegna þess að hann sé dökkur á hörund.

Sjá einnig: „Mannvonska að koma svona fram á aðfangadagskvöld“

Í tilkynningunni segir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún kannist í engu við þessa atvikalýsingu Þórunnar og Brian. Hægt sé að upplýsa að karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Hlíðunum í Reykjavík eftir hádegi á aðfangadag í kjölfar tilkynningar um mann sem var sagður vera sofandi í bíl og hafi bíllinn verið í gangi í töluverðan tíma.

Lögreglan hafi haldið á vettvang og fundið bílinn en þar hafi maður vissulega reynst vera sofandi. Hann hafi verið vakinn og því næst spurður um persónuupplýsingar eins og venja sé. Maðurinn hafi neitað að gefa þær upp þrátt yfir margítrekaðar beiðnir lögreglunnar. Hann hafi verið færður á lögreglustöð en verið áfram tregur til að veita persónuupplýsingar og verið jafnframt margsaga. Reynt hafi verið að komast að heimilisfangi mannsins en hann ekki verið hjálplegur í þeim efnum. Að lokum hafi lögreglunni tekist að koma manninum til síns heima og sannreyna hver hann væri.

Einnig segir í tilkynningunni að lögreglan leggi sig ávallt fram um að eiga góð samskipti við alla borgara og það hafi einnig átt við í þessu máli. Samskipti við umræddan mann hafi verið tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna og styðji fullyrðingar lögreglunnar um atburðarásina þegar maðurinn var handtekinn í Hlíðunum á aðfangadag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna