fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Hörður varar við: Raforka fyrir heimili landsins gæti þurrkast upp – Gæti leitt til algers kerfishruns

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 09:00

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að blikur séu á lofti í raforkumálum hér á landi og varar hann sterklega við svokölluðum leka á milli raforkumarkaða.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein eftir Hörð í Morgunblaðinu í dag.

Hann bendir á að Íslendingar hafi byggt upp einstakt orkukerfi á heimsvísu með sína 100% endurnýjanlega orku.

„Lyk­ill­inn að því hef­ur verið að geta keppt á alþjóðleg­um orku­markaði og laðað þannig hingað til lands öfl­ug fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í orku­frek­um iðnaði. Það skil­ar sér nú í um­tals­verðum arðgreiðslum Lands­virkj­un­ar, orku­fyr­ir­tæk­is þjóðar­inn­ar, í sam­eig­in­lega sjóði,“ segir hann.

Blikur á lofti

Hann segir að al­menn­ing­ur hafi notið góðs af þess­ari upp­bygg­ingu á marga vegu, en ekki síst með lágu og stöðugu orku­verði til heim­ila og smærri fyr­ir­tækja. Þau noti um fimmt­ung þeirr­ar raf­orku sem fram­leidd er í land­inu.

„Vöxt­ur­inn er 1-2% á ári, svo það ætti að vera nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt hversu mikla orku þurfi að hafa til reiðu til að tryggja raf­orku­ör­yggi 99,9% allra raf­orku­not­enda á land­inu. Því miður eru blik­ur á lofti hvað það varðar,“ segir hann.

Hörður bendir á að Lands­virkj­un hafi lengi vel borið ábyrgð á raf­orku­ör­yggi al­menn­ings. Það fyr­ir­komu­lag var aftur á móti af­numið fyr­ir tutt­ugu árum þegar evr­ópsk­ar raf­orku­til­skip­an­ir voru inn­leidd­ar á Íslandi.

„For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa und­an­farið reynt að vekja at­hygli stjórn­valda og stofn­ana á yf­ir­vof­andi hættu á svo­kölluðum leka á milli markaða, sem fylgi­fisks þess að raf­orku­ör­yggi er ekki bundið í lög,“ segir hann og heldur áfram:

„Það sem er átt við með því er að nú þegar ekki er til nein auka­orka í kerf­inu, er hætta á því að stór­not­end­ur orku (sem eru skil­greind­ir sem öll fyr­ir­tæki sem nota meira en 10 MW), hvort sem er ný eða göm­ul fyr­ir­tæki, sæki orku inn á smá­sölu­markaðinn. Það er að segja í þessi 20% raf­orku­fram­leiðslunn­ar sem heim­ili og smærri fyr­ir­tæki nota. Ef ekk­ert verður að gert get­ur sú raf­orka sem ætluð er heim­il­um og smærri fyr­ir­tækj­um þurrk­ast upp. Þegar hún er ekki leng­ur til staðar get­ur það leitt til al­gers kerf­is­hruns,“ segir hann.

Ómögulegt að auka framboðið með skömmum fyrirvara

Hörður segir að öll orku­vinnslu­fyr­ir­tæki lands­ins, stór og smá, selji inn á þenn­an heild­sölu­markað fyr­ir heim­ili og smærri fyr­ir­tæki. Þar hafi Lands­virkj­un lagt til um helm­ing ork­unn­ar.

„Önnur fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins er bund­in í lang­tíma­samn­ing­um, svo það er ekki mögu­legt að auka fram­boðið inn á heild­sölu­markaðinn til muna með skömm­um fyr­ir­vara. Það ætti enda ekki að vera þörf á því, miðað við eðli­leg­an vöxt sam­fé­lags­ins,“ segir hann.

Hörður segir að Landsvirkjun hafi í október síðastliðnum tilkynnt Orkustofnun að pant­an­ir á orku fyr­ir heild­sölu­markaðinn (þ.e. fyr­ir heim­ili og smærri fyr­ir­tæki) á næsta ári hefðu verið 25% meiri en sem nem­ur al­menn­um vexti í sam­fé­lag­inu.

„Það eitt staðfest­ir mál­flutn­ing okk­ar um að ork­an sem þangað fer og er ætluð heim­il­um og smærri fyr­ir­tækj­um, hlýt­ur að ein­hverju leyti að vera á leið eitt­hvert annað. Það er þess vegna aðkallandi að lög­festa for­gangs­röðun í þágu heim­ila og smærri fyr­ir­tækja og um leið hvaða stjórn­vald eða stofn­un beri ábyrgð á því að tryggja að ork­an rati til þessa for­gangs­hóps,“ segir hann og endar grein sína á þessum orðum:

„Það er auðvitað hægt að fara þá leið að láta bara kylfu ráða kasti og sam­eina þessa tvo markaði. Þá keppa all­ir um sömu ork­una. En það er stór, póli­tísk ákvörðun að opna á þann mögu­leika að verð á raf­orku til al­menn­ings hækki marg­falt. Hún verður því að vera tek­in að yf­ir­lögðu ráði en ekki með ómeðvituðu aðgerðal­eysi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar