Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur enn trú á sóknarmönnum liðsins og að þeir geti skorað mörk eftir erfitt gengi á þessu tímabili.
Man Utd hefur ekki skorað mark í 380 mínútur í öllum keppnum og þá hefur framherjinn Rasmus Hojlund enn ekki skorað mark í ensku úrvalsdeildinni eftir komu í sumar.
Ten Hag missir ekki trú á sínum mönnum og nefnir sex leikmenn sem ættu að geta skorað til að tryggja liðinu stig úr næstu leikjum.
,,Ég veit að Marcus Rashford getur skorað mark, Rasmus Hojlund getur skorað mark, Antony Martial getur skorað mark, Alejandro Garnacho getur skorað mark, Bruno Fernandes getur skorað mark, Scott McTominay getur skorað mark,“ sagði Ten Hag.
,,Við erum með markaskorara í okkar röðum og getum einnig nýtt föst leikatriði en eins staðan er þá gengur það ekki upp. Þeir þurfa að standa saman og hafa trú á sjálfum sér.“