fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Laufey komin fram úr risanöfnum í bransanum – Nálgast Rolling Stones

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. desember 2023 17:30

Laufey skilur U2, Dr. Dre, Dolly Parton og Led Zeppelin eftir í rykinu. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að djass söngkonan Laufey hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún er nú með fleiri mánaðarlega hlustendur á Spotify en margir af frægustu tónlistarmönnum og hljómsveitum sögunnar.

Laufey gaf út sína fyrstu hljómplötu, „Everything I Know About Love“ í ágúst í fyrra og sló hún strax í gegn. Fjöldi mánaðarlegra hlustenda hjá sænsku tónlistarstreymisveitunni Spotify er sæmilegur mælikvarði á vinsældir tónlistarfólks. Í sumar var fjöldinn orðinn 3 milljónir hjá Laufey, sem verður að teljast mjög gott. Var hún þá á pari við Daða Frey sem hafði slegið í gegn í Eurovision.

Laufey, sem er aðeins 24 ára gömul, gaf út sína aðra hljómplötu í vor sem ber heitið „Bewitched“ og það var þá sem boltinn fór heldur betur að rúlla. Eftir útgáfu hennar rauk hún yfir 10 milljónir mánaðarlega hlustendur, svo 15. Þegar þetta er skrifað hefur Laufey 22,5 milljónir mánaðarlegra hlustenda.

Til samanburðar má nefna að Björk, ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar frá upphafi, hefur 4 milljónir. Samt hefur Björk hækkað mikið að undanförnu eftir að hafa gefið út nýja plötu. Kaleo eru hálfdrættingar Laufeyjar með tæplega 12 milljónir og Of Monsters and men hafa 8,5 milljón.

Á meðal þeirra stærstu

En hættum nú að bera Laufey saman við landa sína. Það er þegar farið er að bera hana saman við alþjóðlegar stórstjörnur sem sést hversu mikið afrek þetta er.

Sjá einnig:

Laufey langvinsælust Íslendinga á Spotify – Tölurnar tala sínu máli

Á meðal þeirra sem Laufey er komin yfir má nefna Dr. Dre, Billy Joel, U2, Aerosmith, Foo Fighters, Celine Dion, Kylie Minogue, Oasis, Skrillex, Backstreet Boys, Cher, Phil Collins, Daft Punk, David Bowie, Avril Lavigne, Dolly Parton, Led Zeppelin, REM og Bob Marley.

Kannski er þó mesta afrekið fyrir hana sjálfa að vera komin yfir djass stjörnuna miklu, Ellu Fitzgerald.

Ef Laufey heldur áfram á sömu braut er ekki langt í að hún nái 2Pac, The Beach Boys, Metallica, Whitney Houston, Radiohead, Enrique Iglesias, Aliciu Keyes, Bee Gees, Bruce Springsteen, Bon Jovi og gömlu brýnunum í The Rolling Stones, sem voru einnig að gefa út nýja plötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár