fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Var illa liðin af samnemendum í FG – „Svo mörgum árum seinna fór ég að hitta fólk sem var með mér í skólanum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. desember 2023 09:00

Vigdís Ósk Howser Harðardóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn, áhrifavaldurinn og upprennandi leikstjórinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir er gestur vikunnar í Fókus.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Hneykslar aðra filterslaus

Vigdís heldur úti einu svæsnasta hlaðvarpi landsins, Kallaðu mig Howser, þar sem hún ræðir opinsskátt um kynlíf, djammið, stefnumótalífið og allt þar á milli.

Við fengum hana til að lýsa hlaðvarpsþættinum sínum fyrir einhverjum sem hefur ekki hlustað á hann. „Basically bara ég að fara til sálfræðings, nema það er enginn þarna nema ég. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir hún.

Eins og fyrr segir er umfjöllunarefni þáttanna hennar í djarfari kantinum og hún deilir eigin reynslusögum á meðan hún ræðir um hluti eins og blætisþörf íslenskra karlmanna og hlutverkaleiki.

„Ég fattaði stundum ekki að það sem ég var að segja kom öðrum á óvart. Mér fannst sumt af þessu ekkert mál sem ég var að segja en aðrir voru bara: „Ómægad, þetta er hneyksli.“ Það er það sem mér fannst svo skemmtilegt,“ segir hún.

Mynd/Instagram

„Ég var alveg fræg fyrir að vera illa liðin“

Vigdís fær innblástur frá bandarískum samfélagsmiðlastjörnum eins og Trisha Paytas og Tana Mongeau. „Þetta eru fyrirmyndirnar mínar. Að segja bara eitthvað og vera bara þú sjálf, vera bara algjörlega filterslaus, það hefur hentað mér mjög vel. Eins og þegar ég var í FG [Fjölbrautaskóla Garðabæjar] var ég oft með læti í tíma. Þá var skólinn ekki mjög femínískur, alls konar vandamál í gangi þarna. Ég stóð bara upp í tíma og sagði hlutina og fólk þoldi mig ekki. Ég var alveg fræg fyrir að vera illa liðin,“ segir hún.

„En svo mörgum árum seinna fór ég að hitta fólk sem var með mér í skólanum á þessum tíma og það þakkaði mér fyrir það sem ég gerði. Þau sögðu að þau hafi dýrkað mig og að ég hafi hjálpað þeim með sjálfstraustið. Það var gaman að heyra að fólk hafi í þögninni fílað þetta og hafi fengið kraft til að vera þau. Það hefur alltaf verið minn kraftur, að það sé einhver þarna úti sem vill mig sem fyrirmynd,“ segir hún.

„Ég er þarna fyrir einhverja en ekki alla. Kannski fíla mig ekki allir og það er allt í lagi“

Vigdís segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Vigdísi á Instagram og TikTok.

Hlusta á hlaðvarpið Kallaðu mig Howser.

Fever Dream á Spotify.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Hide picture