fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Grunaður dópsmyglari fær ekki símann né milljónirnar sínar aftur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness um að erlendur ríkisborgari fái ekki tilbaka farsíma og háar fjárhæðir sem Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði þegar viðkomandi  var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 3. maí síðastliðinn.

Lögðu hald á síma og 5 milljónir

Maðurinn var handtekinn þegar hann var á leið af landi brott en í dómnum kemur fram að lögreglan hafi þá haft hann um nokkurn tíma til rannsóknar vegna gruns um ætlaða skipulagða brotastarfsemi, innflutning fíkniefna, peningaþvætti og útflutning á ágóða ætlaðrar ólögmætrar starfsemi hér á landi.

Auk farsímans lagði lögreglan hald á 2,1 milljón krónur í íslenskum peningum sem og 17.900 evrur. Alls rétt tæplega 5 milljónir króna.

Manninum var gert að sæta gæsluvarðahaldi til 5. júlí 2023 en eftir að honum var sleppt úr haldi var honum gert að sæta tilkynningarskyldu allt fram til 6. október þegar því var aflétt og hann fékk afhent vegabréf sitt aftur. Lögreglan neitaði hins vegar að afhenda farsímann og peningana.

Frásögn hins grunaða hefði yfir sér mikinn ólíkindablæ

Fyrir dómi sagði lögmaður mannsins að hann hafi verið samvinnuþýður við lögreglu og gefið greinargóðar skýringar á uppruna fjársins sem hafi tengst tilteknum viðskiptum hér á landi. Hafi hann komið til landsins til að sækja fjármunina fyrir vin sinn.

Mikill dráttur hafi verið á rannsókn málsins og það bendi til þess að ekki hafi tekist að sanna tengsl mannsins við skipulagða glæpastarfsemi.

Lögmaður lögreglunnar var þessu ósammála. Rannsóknartími málsins hefði verið hóflegur en rannsókninni væri nú lokið  og biði ákæru. Frásögn hins grunaða hefði yfir sér mikinn ólíkindablæ og væri í ósamræmi við gögn málsins. Lögreglan væri því í fullum rétti að leggja hald á munina.

Héraðsdómur og Landsréttur voru á því að gögn málsins styddu við hlið lögreglunnar og því var staðfest á báðum dómstigum að haldlagningin væri lögmæt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar Gautur telur ekki við hæfi að svara hörðum skotum Ómars

Einar Gautur telur ekki við hæfi að svara hörðum skotum Ómars
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Í gær

Ómar segist aðeins vera götulögmaður og hraunar yfir „úrskurðargraut lögmanna“ og „fínilögmennina“ – „Það liggur bara við að ég fari að gráta“

Ómar segist aðeins vera götulögmaður og hraunar yfir „úrskurðargraut lögmanna“ og „fínilögmennina“ – „Það liggur bara við að ég fari að gráta“
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni á salerni skemmtistaðar

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni á salerni skemmtistaðar
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“