fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Hér eru ferðamenn ekki velkomnir – „Við hrækjum í bjórinn þinn“

Pressan
Föstudaginn 22. desember 2023 04:30

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú er í jólafríi í útlöndum og dregur ferðatöskuna þína á eftir þér í heillandi miðaldarbæ, þá skaltu ekki reikna með að allir taki á móti þér með brosi og opnum örmum.

„Dauða yfir ferðatöskum á hjólum,“ stóð á dreifimiða sem var nýlega dreift í frönsku Miðjarðarhafsborginni Marseille. Þessi sami texti gæti allt eins hafa verið á límmiða á húsvegg í Barcelona, Amsterdam eða Feneyjum.

Eftir mögur ár í ferðamannaiðnaðinum á tíma heimsfaraldurs kórónuveirunnar reyna margar evrópskar stórborgir að lokka efnaða ferðamenn í heimsókn. En það er ekki alls staðar tekið vel á móti ferðamönnum.

Það er auðvitað gott fyrir efnahagslífið að fá ferðamenn en það er ekki endilega gott fyrir heimamenn því þeir eiga erfitt að ráða við þær verðhækkanir sem fylgja ferðamönnum.

Í Marseille hefur hópur aðgerðasinna gripið til nokkuð róttækra aðgerða í baráttunni gegn þeim mikla fjölda íbúða sem eru leigðar út í gegnum leigumiðlunina Airbnb.

Á síðustu vikum hefur hópurinn stolið að minnsta kosti 40 lyklaboxum og límt önnur aftur þannig að ekki er nokkur leið að opna þau. En það er jafnvel enn verra fyrir leigusalana að hópurinn hefur dreift flugmiðum sem nöfn leigusala og ljósmyndir af þeim eru á. Eru leigusalarnir sakaðir um að vera að drepa hverfin sín.

Staðarblaðið Marsactu segir að nú séu 11.000 Airbnb íbúðir í miðborg Marseille.

Pirringur í garð ferðamanna er ekki bundin við Frakkland, þetta sama vandamál er einnig að finna í fjölda vinsælla stórborga.

Barcelona var ein af fyrstu borgunum sem tókst á við hópa partíglaðra ferðamanna. Þeir höfðu hátt allar nætur vikunnar í íbúðarhverfum þar sem heimafólk vildi bara sofa svefni hinna réttlátu til að geta mætt til vinnu næsta dag.

Á þessu ári hafa ferðamenn flætt yfir borgina með tilheyrandi hækkun á leiguverði og löngum biðröðum við almenningssamgöngutæki. Borgaryfirvöld hafa því hert reglurnar varðandi útleigu í gegnum Airbnb og ferðamannaskatturinn hefur verið hækkaður og takmörk sett á fjölda ferðamannahópa sem mega vera í borginni hverju sinni. En þetta hefur ekki dugað til að gera út af við pirring heimamanna í garð ferðamanna.

Í vinsælustu hverfunum þekur veggjakrot, sem er beint til ferðamanna, veggi. Til dæmis með textum á borð við: „Við hrækjum í bjórinn þinn, skál!“ eða „Lúxusuferðin þín er eymd mín“ eða einfaldlega „Ferðamenn, hypjið ykkur heim, vasaþjófar eru velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn