fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Allir synir Eddu fundnir og á leið til Noregs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 17:30

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru fundnir og eru nú á leið ásamt föður sínum til Noregs. Þetta kemur fram í frétt Nútímans.

Fyrr í dag var greint frá því að tveir drengjanna hefðu fundist í Garðabæ í fylgd systur Eddu og var hún handtekin og lögmaður Eddu hefur einnig verið handtekinn.

Sjá einnig: Lögmaður Eddu og systir handtekinn og tveir drengjanna komnir í leitirnar

Í frétt Nútímans kemur fram að drengirnir þrír séu á leið út á Keflavíkurflugvöll þar sem faðir þeirra bíði eftir þeim og að þaðan verði flogið til Noregs innan tíðar.

Nútíminn segir einnig að samkvæmt heimildum miðilsins hafi lögmaður og systir Eddu ítrekað logið að lögreglunni á meðan hún leitaði drengjanna.

Í frétt Nútímans kemur einnig fram að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu komi til með að aka með drengina í forgangsakstri á Reykjanesbraut upp á Keflavíkurflugvöll þar sem þeir munu hitta föður sinn í fyrsta skipti í tæplega tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú