Við á Fókus höfum áhuga á stjörnuspeki og þegar við rákumst á skemmtilega og frekar hreinskilna lýsingu á stjörnumerkjunum þá gátum við ekki annað en ráðist í að þýða og staðfæra.
Allir elska TVÍBURANN vegna þess að allir elska geðklofa. Tvíburanum finnst hann að hálfu blanda af Megas og að hálfu blanda af Bjarna Ben, en í rauninni er það frekar Páll Óskar og Vigdís Finnbogadóttir.
Tvíburinn er framsækinn, félagslyndur og vinsæll. Hann mun hins vegar leggja neikvæða merkingu í þá lýsingu áður en hann er búinn að lesa þessa setningu. Tvíburinn keyrir skemmtilega bíla, oft utan í tré eða byggingar.
Tvíburinn er frekur og yfirþyrmandi. Hann slæst við börn og fólk í brúðkaupum, honum finnst sérstaklega gaman að slást við Vogina. Að umgangast tvíkynhneigðan Tvíbura er eins og að vera á tvöföldu deiti. Tvíburinn eyðileggur oft eigið heimili.
Tvíburinn keppir sjaldan í íþróttum, þegar hann gerir það þá er það í frisbí eða golfi.
Tvíburinn talar mjög hátt til að heyrist í honum. Þetta er óheppilegt þar sem hann er næstum alltaf að tala við sjálfan sig. Reyndar rífst hann oft við sjálfan sig þegar hann er í baði. Frægustu Tvíburar í sögunni eru Orville og Wilbur Wright. Tvíburinn er fjölhæfur, sem þýðir að hann getur borað í báðar nasir í einu.Tvíburinn er í raun ekkert meira en taugaveiklaður Vatnsberi.