Við á Fókus höfum áhuga á stjörnuspeki og þegar við rákumst á skemmtilega og frekar hreinskilna lýsingu á stjörnumerkjunum þá gátum við ekki annað en ráðist í að þýða og staðfæra.
STEINGEITIN er harðdugleg, áreiðanleg og hundleiðinlegri en helvíti. Hún er alltaf á ferðinni, á leiðinni í næsta risa blekkingarleik sinn. Hún er oftast dugleg í stærðfræði, sem útskýrir af hverju hún er svona drep. René Descartes var mikill stærðfræðingur og vitlaus heimspekingur, þannig að hann hlýtur að hafa verið Steingeit. Stephen Hawking er enn meiri Steingeit því hann er allt ofangreint og montrass í ofanálag. Jú, hann sigrast á miklum hindrunum og svo framvegis, en þó að þú sért við fullkomna heilsu þá er ekki hægt að sigrast á því að vera Steingeit,
Flestir stjórnmálamenn eru Steingeit, þess vegna er Ísland alltaf í djúpum skít.
Steingeit eru eins og undarleg blanda Ljóns og Meyju. Steingeitin telur að þetta geri hana heillandi og rökfasta, en í raun og veru er hún þröngsýn og smámunasöm og mætti halda aftur af egói sínu. Við heimsendi myndu kakkalakkar og Steingeitin vera þeir einu sem myndu finna leið til að lifa af. Við hin myndum ekki vilja lifa í slíkum heimi.
Fyrirhugað vegatollakerfi er pottþétt hannað af Steingeit. Hún lærir snemma hvernig á að ná sér niður á fólki. Foreldrar hennar gáfu henni lagabækur í afmælisgjöf svo að Steingeitin gæti lært að þekkja gallana í kerfinu.
Steingeit getur ekki ímyndað sér heimspekileg hugtök vegna þess að þau fela ekki í sér stærðfræðijöfnur.
Steingeit á fullt af dagbókum og annars konar tólum til að skipuleggja lífið sem hún lifir ekki. Steingeitin elskar að láta fólk sjá sig tala í farsímann sinn, en í raun er ekki kveikt á honum því Steingeitin á enga vini til að hringja í.
Steingeitin datt úr tísku árið 1989. Hún trúir því að Sigmundur Davíð sé hugsjónamaður.