Veðurstofa Íslands hefur gefið út uppfært hættumatskort fyrir Reykjanesskaga. Þar er talinn minni hætta á að gossprunga opnist án fyrirvara í Grindavík. Sökum þessa hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að gefa íbúum og starfsmönnum fyrirtækja leyfi til að dvelja og starfa í bænum frá kl. 7 til kl. 16 frá og með morgundeginum.
Ekki er þó talið öruggt að dvelja í Grindavík að næturlagi og þurfa íbúar og starfsmenn að yfirgefa bæinn eftir klukkan 16. Fjölmiðlar munu hafa aðgengi að Grindavík á sama tíma. Fólki verður ekki fylt inn í bæinn en viðbragðsaðilar verða til staðar. Óviðkomandi er þó bannaður aðgangur og verður haft eftirlit með bílum sem fara inn og út úr bænum.
Komi til rýmingar munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Akstursleiðir út úr bænum eru eftir Nesvegi, Suðurstrandarvegi og eftir atvikum Grindavíkurvegi.
Segir enn fremur í tilkynningu lögreglu:
„Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: