fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Lára spyr hvort sé forsvaranlegt að reka fólk af heimilum sínum og segir stjórnvöld þurfa að spýta í lófana – „Hvar eiga þau að halda sín jól?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er risamál að reka fólk af heimilum sínum. Til að meta hvort sú ákvörðun sé forsvaranleg þarf að hleypa í það minnsta fjölmiðlum á staðinn til að kvikmynda og skoða og sýna íbúum Grindavíkur hver staðan raunverulega er og hvort fólki stafi bráð hætta af eldgosinu. Fjölmiðlar eiga líka að spyrja slíkra krefjandi spurninga fyrir hönd íbúanna. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það íbúarnir sem mestu skipta núna,“ segir Lára Zulima Ómarsdóttir fjölmiðlakona.

Í færslu sem Lára skrifar á Facebook birtir hún myndir sem hún fékk sendar og teknar í Grindavík við upphaf gossins 18. desember. „Á þeim sést að eldgosið er í vari og þeim sem í Grindavík voru stóð ekki bráð hætta af því. Mér er til efs, miðað við stöðuna á gosinu núna, að það sjáist frá Grindavík í dag. Meðan gýs við Sundhjúka þá er ekki mjög líklegt að það gjósi í sprungunni sem er í gegnum bæinn þótt vissulega gæti það gerst.“

Íbúar fengu að vera heima í Eyjafjallagosinu

Lára ber gosið saman við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Þann 14. apríl hófst gos að nýju sem stóð í 39 daga. „Í Eyjafjallagosinu fengu íbúar að vera heima að mestu þótt rýma hafi þurft að mig minnir þrisvar á þeim 39 dögum sem gosið stóð. Þá var sagt að valdboð af því tagi, að rýma heimili, verði að byggjast á því að fólk sé í bráðri hættu. Var það rétt ákvörðun að rýma Grindavík strax í byrjun nóvember og láta rýminguna standa yfir í svona langan tíma? Hefðu íbúar verið í bráðri hættu? Ef svarið er já, hvernig er þá hægt að réttlæta það að fullt af öðru fólki sem hefur verið þarna að störfum var lagt í slíka bráða hættu? Það þarf að spyrja þessarra spurninga,“ segir Lára.

Lára segir að stjórnvöld þurfi að spýta í lófana og finna alvöru úrræði fyrir íbúa. Spurningum eins og hvort íbúar fái einhvern tímann að fara aftur heim og þá hvenær, þurfi að svara strax en ekki eftir dúk og disk.

„Grindvíkingar sem ég hef talað við eru afar ósátt við hvernig stjórnvöld hafa staðið sig í þessum málum. Enn bólar ekkert á alvöru úrræðum í húsnæðismálum að mati margra Grindvíkinga. Mörg eru líka afar óánægð með að hafa þurft að vera svo lengi fjarri heimilum sínum, benda á að þau hafi búið við að sprungur opnist í áratugi. Einn nefndi sem dæmi við mig sprungur nærri kirkjugarðinum á Stað, þar hafi hestur horfið eitt sinn en fannst svo lifandi í sprungu.

Þá eru enn allt of margar fjölskyldur og einstaklingar frá Grindavík án húsnæðis. Ég skil að það þurfi að verja björgunarsveitarfólk og viðbragðsaðila og leyfa þeim að halda jól, eins og það var orðað í gær, en hvað með Grindvíkinga? Hvar eiga þau að halda sín jól?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti