Kona sem að eigin sögn er í ofþyngd segist hafa sætt gagnrýni í flugi frá móður ungs barns og flugfreyju, en konan neitaði að láta barninu eftir sæti sitt í vélinni. Konan segist ekki telja sig hafa gert neitt rangt með því að neita.
Konan, sem er 34 ára, segist hafa bókað tvö sæti í millilandaflugi, vegna fyrri reynslu sinnar, þar sem eitt sæti hafi ekki dugað henni til að hafa það þægilegt í fluginu. Hún segist hafa verið spennt að heimsækja fjölskyldu sína um jólin, en sú tilhlökkun hennar hafi verið drepið niður af móður í fluginu. Krafðist móðirin þess að konan myndi troða sér í aðeins annað sætið, svo sonur móðurinnar gæti setið í hinu,
„Ég er of feit,“ segir konan á Reddit. „Ég er vinna í því að létta mig og það gengur, en ég pantaði mér aukasæti vegna þess að ég er feit og vildi hafa það þægilegt frekar en hitt.“
Konan greiddi fyrir bæði sætin og segist hafa svarað móðurinni því að hún ætlaði að halda báðum sætum sínum. Afstaða móðurinnar hafi hins vegar eyðilagt ferðina fyrir sér.
„Mamman gerði mikil læti yfir neitun minni og sagði flugfreyjunni að ég væri að stela sætinu af syni hennar. Ég sýndi flugfreyjunni brottfararspjaldið mitt sem staðfesti að ég hefði greitt fyrir bæði sætin. Flugfreyjan spurði mig hvort ég gæti reynt að troða mér í bara annað sætið, en ég sagði nei, að ég vildi auka sætið sem ég borgaði fyrir.“
Konan segir að sonurinn sem átti að fá sætið hennar hafi verið 18 mánaða og því ekki þurft eigið sæti, hann hefði getað setið í fangi móður sinnar á meðan á fluginu stóð. En mamman hafi séð fyrir sér að fá hvíld frá barninu.
„Ég var að fá augngotur og leiðinlegan svip, og leiðinda athugasemdir frá móðurinni allt flugið og mér leið svolítið illa vegna þess að hún virtist ekki ráða við soninn. En hafði ég rétt fyrir mér að neita eða ekki?“ spurði konan netverja.
Flestir komu henni til varnar og gagnrýndu móðurina og flugfreyjuna fyrir hræðilega hegðun þeirra.
„Mamman er ömurleg fyrir að kaupa ekki sæti fyrir son sinn og gera ráð fyrir að einhver annar myndi gefa eftir sæti sem þeir borguðu fyrir. Líklega vonaði hún að það yrðu laus sæti um borð þannig að hún þyrfti ekki að borga.“
„Hver er tilgangurinn með að greiða fyrir aukasæti ef flugfreyjurnar ætla síðan að krefjast þess að maður láti öðrum það eftir endurgjaldlaust?“
„Fólk kaupir sæti fyrir til dæmis rándýr hljóðfæri. Þar er ekki verið að greiða sæti einu sinni undir fólk. Skipulagsleysi annarra er ekki neyðartilvik fyrir þig að redda.“
Nokkrir hundskömmuðu þó konuna fyrir hennar afstöðu:
„Ef þú ert svo feit að þú þarft að hafa fleiri en eitt sæti í flugvél þá ertu eigingjörn. Flug er yfirbókað allan tímann, sérstaklega yfir hátíðirnar, hvernig geturðu réttlætt að taka tvö sæti fyrir þig eina?“
„Hversu mikið pláss tekur einn krakki, í alvöru? Já, mamman hefði átt að kaupa sér sæti en það þýðir ekki að þú þurfir að vera eigingjörn og valda tveimur manneskjum óþægindum.“