fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fékk tilkynningu um ónýtt hús en svör vantar frá bænum – „Það hrúgast enn þá inn reikningar af húsinu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 20. desember 2023 13:31

Sigurður fékk tilkynningu um altjón í dag. Ekkert er hægt að greiða út strax.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Óli Þórleifsson, og nágrannar hans við Víkurbraut í Grindavík, fengu í dag tilkynningu um að húsin séu gjörónýt eftir jarðhræringarnar í nóvember. Hins vegar sé ekkert hægt að greiða út því að svör vantar frá Grindavíkurbæ um framtíðaráform á staðnum.

Enn þá þurfa íbúar að greiða opinber gjöld og þjónustugjöld af húsunum og lífeyrissjóðir eru byrjaðir að setja fólk sem ekki hefur greitt af húsnæðislánum í Grindavík á vanskilaskrá.

„Fólk er skilið eftir í lausu lofti. Það hrúgast enn þá inn reikningar af húsinu,“ segir Sigurður Óli á hús við Víkurbraut 40, sem stendur á sigdalnum sem myndaðist þann 10. nóvember. Fjölskylda hans hefur dvalið hjá vinafólki á Selfossi eftir að bærinn var rýmdur.

Samskiptaleysi

Í dag fékk hann símtal frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NHTÍ) um að altjón hefði orðið á húsinu hans. Nágrannar hans fengu einnig sams konar símtal í dag. NHTÍ geti hins vegar ekkert meira gert að svo stöddu því að svör vanti frá Grindavíkurbæ um hvað eigi að gera á þessum stað í framtíðinni.

„Við höfum heyrt það frá bænum og Huldu Ragnheiði forstjóra Náttúruhamfaratryggingar að bæjarmyndin verði önnur,“ segir Siguður Óli. Þessi skilaboð virðist ekki hafa farið formlega leið frá Grindavíkurbæ til NHTÍ.

Neitar að borga lífeyrissjóðslán

Sigurður er ekki aðeins ósáttur við þessar tafir og óvissu sem íbúar eru látnir búa við heldur einnig að þeir séu látnir greiða opinber gjöld, þjónustugjöld og afborganir af húsnæðislánum fyrir ónýt hús.

Sigurður segist til dæmis vera að borga 45 þúsund krónur í fasteignagjöld í hverjum mánuði. Einnig þurfti hann að borga hitaveitu og rafmagnsgjöld af húsinu. Þá hafa lífeyrissjóðirnir ekki sýnt sama skilning á ástandinu og bankarnir og eru enn þá að rukka.

„Ég fékk tilkynningu frá þeim í gær þar sem þeir segjast skilja að það sé álag á Grindvíkingum en þeir myndu samt senda út vanskilaseðla í dag,“ segir Sigurður. „Ég vísvitandi greiddi ekki af láninu 1. desember. Það var ekki vegna fjárhagsstöðu minnar. Ég vil að húsið verði greitt upp miðað við stöðuna 10. nóvember.“

Flýtt eins og hægt er

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að verið sé að vinna stíft með NHTÍ að þessum málum eins og undanfarnar vikur. Matið er gert að frumkvæði NHTÍ en aðkoma Grindavíkurbæjar komi í framhaldi af því.

„Það mun ekki standa á okkur að vinna þetta áfram. Það er ekki búið að boða til neins sérstaks samráðsfundar enn þá. En við vitum af þessari vinnu og hún er langt komin,“ segir Fannar.

Aðspurður um hvort sé verið að tala um vikur eða mánuði segist Fannar ekki geta svarað því. Þessu verði flýtt eins og hægt sé. Hins vegar sé mikill fjöldi fólks í matsgerðum og úrvinnsla þeirra gagna taki tíma.

Reyna að mæta óskum innan lagaramma

Þá segist Fannar ekki geta svarað því hvort eðlilegt sé að fólk sé að borga opinber gjöld af ónýtum húsum.

„Við erum að vinna þetta heildstætt á grundvelli fjárhagsáætlunar bæjarins. Það er reynt að mæta þeim óskum sem fram koma innan þess svigrúms sem bærinn hefur varðandi fasteignagjöld samkvæmt lögum,“ segir hann.

Fannar segist ekki geta sagt hvort um vikur eða mánuði sé að ræða. Mynd/Grindavíkurbær

Engin ákvörðun um fasteignagjöld næsta árs hafi verið tekin og Grindavíkurbær hafi, í ljósi aðstæðna, fengið frest til 15. janúar til að skila gögnum.

„Menn verða að átta sig á því hvernig ástandið er hérna og hversu erfiður viðfangs þessi atburður hefur reynst bæjarfélaginu. Það stendur ekki á okkur að reyna að vinna þetta eins hratt og við getum, með hagsmuni íbúanna í huga að sjálfsögðu,“ segir Fannar.

Fundað verður á milli jóla og nýárs og eftir því sem þurfa þykir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt