fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fókus

Tom Brady sendir óræð skilaboð um framhjáhald ári eftir skilnaðinn við Gisele Bündchen

Fókus
Miðvikudaginn 20. desember 2023 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruðningskappinn Tom Brady kom fylgjendum sínum á Instagram á óvart með óræðri færslu um framhjáhald.

Það er næstum ár síðan skilnaður hans og ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen gekk í gegn.

Hann birti tilvitnun í orð Muhammad Ali, sem er álitinn vera besti hnefaleikakappi allra tíma. Hann lést í júní árið 2016, 74 ára að aldri.

„Maður er hjarta hans. Lygið og svikult hjarta þýðir lyginn og svikull maður. Ástúðlegt og náðugt hjarta þýðir ástúðlegur og náðugur maður,“ er sá hluti tilvitnunarinnar sem hefur vakið alla þessa athygli.

Sjáðu færsluna hér að neðan.

Skjáskot/Instagram

Það er ekki ljóst um hvern Brady hafi verið að tala. Kannski var hann að tala um fyrrverandi eiginkonu sína eða sig sjálfan, eða kannski var hann ekki með neinn ákveðinn einstakling í huga. En það breytti því ekki að færslan fór eins og eldur í sinu um netheima og hafa netverjar varpað fram ýmsum kenningum um málið.

Skilnaður þeirra vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Sá orðrómur var á kreiki að ofurfyrirsætan hafi gefið Brady úrslitakosti, annað hvort myndi hann hætta í ruðningi eða hún myndi skilja við hann. Bündchen sagði í viðtali við Vanity Fair í mars 2023 að þessi orðrómur væri særandi og það galnasta sem hún hafði heyrt.

Hún sagði að þau höfðu fjarlægst hvort annað í gegnum hjónabandið.

„Stundum þroskast maður saman, stundum þroskast maður í sundur,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki