Manchester City er komið í úrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir þægilegan sigur á japanska liðinu Urawa Reds í kvöld. Spilað er í Sádi-Arabíu.
City komst í 0-1 undir lok fyrri hálfleiks með sjálfsmarki Norðmannsins Marius Hoibraaten.
Mateo Kovacic bætti við marki snemma í seinni hálfleik og staða City vænleg.
Bernardo Silva innsiglaði svo 0-3 sigur Evrópumeistaranna eftir tæpan klukkutíma leik. Urðu það lokatölur.
City mætir brasilíska liðinu Fluminense í úrslitaleik keppninnar á föstudag.