Radu Dragusin er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið Genoa.
Dragusin er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa og hefur átt frábært tímabil, sem og Albert.
Rúmenski varnarmaðurinn er því afar eftirsóttur og hefur til að mynda verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni.
Núgildandi samningur hans gildir til 2027 en samkvæmt nýjustu fréttum er hann að fá væna launahækkun og eins árs framlengingu á samningi sínum.
Albert hefur einnig verið orðaður við stærri félög en hann er einnig samningsbundinn Genoa til 2027.
🚨🇷🇴 Radu Dragusin will sign new deal at Genoa in the coming days, director Ottolini confirms: “He’s the next one to sign new deal until June 2028”.
His salary will be improved — there’s no €30m release clause into current deal despite reports. pic.twitter.com/LF1c8ZeOe7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 19, 2023