Thomas Muller hefur skrifað undir nýjan rúmlega eins árs samning við félagið sitt, FC Bayern.
Samningur þessa þýska leikmanns átti að renna út næsta sumar en nú er ljóst að hann tekur hið minnsta ár til viðbótar.
Muller er fæddur árið 1990 og verður því 34 ára gamall á næstu leiktíð. Hann hefur alla tíð spilað fyrir félagið.
„Ég er ánægður með það vegferð mín með Bayern heldur áfram, ég vil leggja mitt að mörkum svo félagið haldi a´fram að ná árangri,“ segir Muller.
„Ég vil gleðja stuðningsmenn okkar með mörkum, stoðsendingum og ást minni á leiknum. Vonandi vinnum við fleiri titla.“
🔴🤝🏻 Müller: “I'm happy that my journey at Bayern is continuing. I want to do my part to ensure that we remain successful – as a team and as a whole club”.
“I want to inspire our fans with goals, assists, my love for the game and hopefully with many more titles”. pic.twitter.com/06oSa84LC9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 19, 2023