Opta tölfræðiveitan taldi 90,2 prósent líkur á því að Manchester City yrði enskur meistari í ár, þær líkur hafa minnkað all hressilega
Nú telur Opta aðeins 39,3 prósent líkur á því að City verði meistari.
Arsenal var ekki talið líklegt til þess að vinna deildina en er nú með 29,9 prósent líkur á því.
Liverpool átti ekki að eiga neinn séns en er nú komið í gott tækifæri til þess að vinna deildina samkvæmt Opta.
Manchester United átti að eiga 1,5 prósents möguleika fyrir mót en hann er nú enginn, þess í stað á Aston Villa tæplega 7 prósent möguleika á að vinna deildina.p
Englands og Evrópumeistarar City hafa hikstað nokkuð hressilega undanfarið og virðast ekki í sama takti og síðustu ár.