„Það er í raun ekkert nýtt að frétta. Þetta er búið að vera rosalega langt ferli og ég skil ekki alveg hvað tekur svona langan tíma hjá þeim. Þeir fengu leyfi til að tala við hann en síðan hefur ekkert heyrst né spurst,“ sagði Kári um stöðu mála, en Arnar hefur farið á fjóra fundi með Norrköping.
„Við erum búnir að reyna að tryggja ákveðna samfellu hér í Víkinni þannig það á sem minnst að breytast þegar Arnar fer. Ég segi þegar því hann er það heitur að hann mun örugglega fara á endanum. Við verðum að sjá til þess að liðið veikist ekki við það.“
Sem fyrr segir er Sölvi aðstoðarþjálfari Víkings og er hann líklegastur í að taka við.
„Hann er náttúrulega langlíklegasti kandídatinn í það,“ segir Kári.