Raphael Varane varnarmaður Manchester United vonast til þess að félagið framlengi samning hans.
Samningur Varane rennur út næsta sumar en félagið er með ákvæði til að framlengja samninginn um eitt ár.
Manchester Evening News segir frá og segir að franski varnarmaðurinn vilji áfram vera hjá félaginu.
Þetta gæti komið einhverjum á óvart enda hefur Varane lítið fengið að spila síðustu vikur.
Varane kom hins vegar inn í vörnina gegn Liverpool vegna meiðsla og átti frábæran leik á Anfield.
Varane er á sínu þriðja ári hjá Manchester United og líður honum vel á Englandi.